Hringtenging eftir mannsaldur

Pétur Húni Björnsson

Pétur Húni Björnsson stjórnarmaður í Rjúkandi kveður sér hljóðs með aðsendri grein á bb.is í dag, kveikjan er grein Gunnars Gauks Magnússonar á bb.is í gær.

Pétur bendir á að í ársreikningi HS orku sé talað um „yfirtöku Vesturverks“ og gefur lítið út að Vesturverk hafi eitthvert sjálfstæði gagnvart HS orku sem á 70% í Vesturverki. Hann dregur líka í ef að HS orka leggi í tugmilljarða uppbyggingu án þess að vita hvert raforkan fer.

Pétur segir að Hvalárvirkjun muni nánast í engu breyta fyrir raforkuöryggi Vestfjarða enda fari raforka frá virkjuninn koma inn á kerfið austan Kollafjarðar en flestar bilanir séu á línunni norðan Mjólkárvirkjunar. Hvalárvirkjun bæti ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum nema hún sé tengd beint til Súðavíkur eða Ísafjarðar. Pétur telur að „hringtenging Vestfjarða verði ekki að veruleika fyrr en í fyrsta lagi eftir mannsaldur eða svo.“

bryndis@bb.is

DEILA