Hefur skilning á óánægju Djúpmanna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrv. sjávarútvegsráðherra.

Sjávarútvegsráðherra hefur mikinn skilning á óánægjuröddum Vestfirðinga með skýrslu stefnumótunarnefndar í fiskeldi. „Já ég hef mjög mikinn skilning á þessu. Ég skil sérstaklega norðanverða Vestfirðina, Djúpið. Þar eru menn að reyna að halda áfram við að byggja upp sitt samfélag og sína innviði. Það gerist meðal annars í gegnum uppbyggingu atvinnugreina. Þannig að ég skil Djúpmenn mjög vel,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra í tíufréttum Sjónvarpsins í gær. Hún benti þó á að áhættumat Hafrannsóknastofnunar er lifandi plagg „þótt sumir vilji sjá það dautt,“ eins og ráðherra orðaði það.

Hún greindi frá, rétt eins og Siguður Guðjónsson forstjóri Hafró gerði í viðtali í bb.is í gær, að áhættumatið fari í alþjóðlega rýni helstu sérfræðinga í fiskeldi.

Ráherra var spurð út í stöðu þeirra fyrirtækja sem hafa kostað miklum fjármunum í undirbúning laxeldis í Djúpinu og hvort að ríkið muni bjóða þeim bætur ef ekkert verður úr laxeldinu. Eigum við ekki aðeins að anda rólega?,“ svaraði ráðherra og sagði alveg ljóst að  í landinu gildi ákveðin lög og réttindi sem tengist stjórnsýslunni, jafnræði og svo framvegis. „Við ætlum bara að byggja upp gott kerfi í kringum fiskeldið. Við ætlum að byggja upp greinina til framtíðar.“

smari@bb.is

DEILA