Grænfánanum flaggað á Arakletti

Það ríkti gleði á Arakletti þegar fánanum var flaggað í fyrsta sinn.

Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði hefur hlotið Grænfánann. Það var Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri í Vesturbyggð, sem afhenti fánann fyrir hönd Landverndar. Grænfáninn alþjóðlegt verkefni sem hefur það að markmiði að að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar því marki er náð fá skólarnir að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál.

smari@bb.is

DEILA