Gjörningur á Hjallahálsi

Mynd: Reykholahreppur.is

Þegar safnið framan af Þorskafjarðarheiði og úr Fjalldölum rann til réttar út með Þorskafirðinum laugardaginn, átti sér stað gjörningur sunnanvert í Hjallahálsinum. Það er á þeim stað þar sem hefur verið teiknaður jarðgangamunni í einni af fjölmörgum hugmyndum að vegstæði í Gufudalssveit.

Þennan gjörning framkvæmdi Reynir Bergsveinsson, en hann hefur verið býsna ötull að vekja fólk til umhugsunar um mál sem í raun koma okkur öllum við. Gjörningurinn var fólginn í að setja upp jarðgangamunna sem blasir við þegar ekið er um veginn yfir Hjallaháls.

Mynd: Reykhólahreppur.is

Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps

bryndis@bb.is

DEILA