Flestir vilja VG í stjórn

Katrín Jakobsdóttir, .

Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Næstflestir vilja að Framsóknarflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn, eða 35 prósent, og 33 prósent vilja sjá Samfylkinguna í næstu ríkisstjórn.

Þá vilja 31 prósent að Sjálfstæðisflokkurinn taki sæti í nýrri ríkisstjórn, 30 prósent vilja Pírata og 26 prósent Bjarta framtíð. Þá vilja 19 prósent Viðreisn.

Af þeim flokkum sem ekki hafa sæti á Alþingi í dag nefndu 19 pró­sent svar­enda Flokk fólks­ins og Dögun var nefnd af fjögur pró­sent þeirra sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Sú sam­setn­ing flokka sem fólk nefndi oft­ast var sam­steypu­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 14 pró­sent þeirra sem svör­uðu nefndu það. Ann­ars sögð­ust sex pró­sent vilja rík­is­stjórn Pírata, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna.

Fimm pró­sent svar­enda nefndu rík­is­stjórn­ar­sam­starf milli Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna. Fjögur pró­sent svar­enda nefndu Vinstri græn og Bjarta fram­tíð og önnur fjögur pró­sent sögð­ust vilja sjá sam­starf Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

bryndis@bb.is

DEILA