Fjölmenni við opnun Blábankans

Sigmundur Þórðarson íbúi á Þingeyri flutti ávarp við opnun Blábankans á Þingeyri í gær og lýsti mikilli ánægju með þetta framtak og hann bindur mikla vonir við starfsemina. Sigmundur sagði að bylting væri framundan í samfélaginu þegar Dýrafjarðargöng opnast og margt jákvætt að gerast. Hér má horfa á upptöku af ávarpi Sigmundar.

Arna Lára Jónsdóttir og Þórarinn Gunnarsson frá Nýsköpunarmiðstöð óskuðu Dýrfirðingum til hamingju með þessa samfélagsmiðstöð sem Blábankanum er ætlað að vera. Hugmyndin kom upphaflega frá forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar en hefur þróast og þroskað í meðförum þeirra aðila sem að hafa komið.

Stofnendur Blábankans eru Vestinvest, Ísafjarðarbær og Simbahöllin en bakhjarlar og samtarfsaðilar eru, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landsbankinn, Arctic Fish, Snerpa, Ísafjarðarbær, Simbahöllin, Verkvest, Vestinvest ehf, PricewaterhouseCoopers og Pálmar Kristmundsson.

Hægt er að fylgjast með Blábankanum á heimasíðu hans.

Hér eru nokkrar myndir frá opnuninni.

bryndis@bb.is

DEILA