Finnskt-íslenskt dansverk

Finnsk-íslenska dans-, tónlistar- og leiklistarverkið Undir yfirborði verður sýnt í tvígang í Edinborgarsal á Ísafirði dagana 27. og 28. september klukkan 20. Verkið gerir hið ósýnilega sýnilegt og segir margar ósagðar sögur sem segja sitt um norræn sérkenni. Undir yfirborði byggir á sögu Guðrúnar Jónsdóttur. Sagan er af konunni sem birtist sem draugur í vondu veðri.

Vinnuhópur og listamenn sem koma að verkinu eru Marjo Lahti, handritshöfundur og leikkona, Johanna Eränkö, tónskáld og fiðluleikari og Henna-Riikka Nurmi, danshöfundur og dansari.

Auk þess koma fram gestalistamenn frá Norðurlöndunum í hvorri sýningu.

smari@bb.is

DEILA