Fallið frá fækkun sorphirðudaga

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar hefur fallið frá hugmyndum um fækkun sorphirðudaga. Nefndin hafði áður mælt með að sorphirðudögum yrði fækkað þannig að þrjá vikur yrðu á milli losunardaga. Í núverandi kerfi er sorphirða á tveggja vikna fresti og verður það óbreytt þegar sophirða og -förgun verður boðin út að nýju í Ísafjarðarbæ. Nefndin leggur til að moltugerð verði bætt við flokkunarkerfi sorps, en það felur í sér innhengt ílát í núverandi sorptunnur.

smari@bb.is

DEILA