Eldsneytisskattar hækkaðir

Olíu- og bens­íngjald verður jafnað á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi sem fjár­málaráðherra kynnti á blaðamannafyndi í morg­un. Áhrif þess verða um 8 krónu hækk­un á bens­ín­lítra og 18 krónu hækk­un á dísi­lol­íu, eftir því sem kemur fram á vef mbl.is. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði á fundinum að breytingin ætti að skila ríkissjóði 1,7 milljörðum í auknar tekjur. Sagði Bene­dikt á fund­in­um í morg­un að áður hefði verið talið betra fyr­ir um­hverfið að not­ast við dísil og því væru lægri gjöld á það eldsneyti. Aft­ur á móti hefðu rann­sókn­ir síðar meir bent til þess að dísi­lol­ía væri verri en áður var talið og því teldi rík­is­stjórn­in rétt að jafna gjaldið nú.

 

DEILA