Algjört Bongó í Edinborgarhúsinu

Tómas R. með þeim Sigríði Thorlacius og Bogomil Font.

Geisladiskur Tómasar R., Bongó, var í hópi mest seldu geisladiska síðasta árs og lög af honum verið mikið spiluð á öldum ljósvakans. Fjórir meðlimir Bongóbandsins gera nú víðreist um landið og halda tónleika á sjö stöðum og miðvikudagskvöldið geta Ísfirðingar notið tóna þessa einvalaliðs í Edinborgarhúsinu. Bongóbandið skipa söngvararnir Sigríður Thorlacius og Bogomil Font, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, Sigtryggur Baldursson lemur á kóngatrommur og Tómas R. plokkar að sjálfsögðu bassann. Diskurinn hefur hlotið mjög lofsamleg ummæli bæði hérlendis og á fjölmörgum vefmiðlum latíntónlistarinnar í Evrópu og Ameríku.

DEILA