Foss 7/30 Rjúkandi

Þeir félagar Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson halda áfram að birta myndir af fallegum fossum í nágrenni fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í gær var foss númer 17 af 30 og það var ónefndur foss í Þverá á Eyvindarstaðarheiði. Á facebook síðu Tómasar kemur fram að Þverá rennur í Eyvindarstaðará, og á líkt og Rjúkandi og Hvalá upptök sín í vötnum uppi á heiðunum sunnan Drangajökuls. Þar kemur sömuleiðis fram að verði af virkjuninni muni stór hluti heiðarinnar verða að risastóru uppistöðulóni með allt að 33 m háum stífluvegg og miklu jarðvegsraski vegna efnisflutninga.

Hér er myndband sem sýnir kvöldkyrrðina á Ófeigsfjarðarheiði.

Ljósmynd tekin úr dróna og sýnir vötnin uppi á Ófeigsfjarðarheiði. Vatnið efst til hægri er Halárvatn en úr því rennur Hvalá sem fyrirhuguð virkjun er kennd við. Verði af virkjuninni munu öll þessi vötn verða að einu risastóru uppistöðulóni með allt að 33 metra háum stífluvegg sem mun skilja eftir sig mjög greinilegt ör í ósnortnu víðernin á þessu svæði. Í fjarska sést í Ófeigsfjörð og mynnið á Ingólffiriði en líka Munaðarnes, Kálfatinda og Arkarfjalla (Örkina).
Foss 11/30 ónefndur foss í Hvalá

Myndir og myndbönd í fréttinni eru teknar á facebook síðu Tómasar Guðbjartssonar.

Bryndis@bb.is

 

DEILA