Vissara að taka til hlý og vatnsvarin föt

Veður­fræðing­ur Veður­stofu Íslands mæl­ir með því að fólk sem hygg­ur á ferðalög um helg­ina hafi til ör­ygg­is regn­föt og hlýj­an fatnað með í fartesk­inu. Veður­spá­in er ágæt fyr­ir helg­ina.

Veður­spá fyr­ir næstu daga

Hæg breyti­leg átt eða haf­gola, en norðaust­an 5-10 m/​s við NV-strönd­ina á morg­un. Skýjað með köfl­um og sums staðar skúr­ir, einkum inn til lands­ins síðdeg­is. Hiti 9 til 16 stig, hlýj­ast SV-lands.

Á laug­ar­dag og sunnu­dag:
Hæg breyti­leg átt eða haf­gola. Skýjað með köfl­um og lík­ur á síðdeg­is­skúr­um í flest­um lands­hlut­um, einkum inn til lands­ins. Hiti 10 til 16 stig um há­dag­inn, en mun sval­ara að næt­ur­lagi.

Á mánu­dag (frí­dag­ur versl­un­ar­manna) og þriðju­dag:
Lík­ur á norðanátt með vætu öðru hvoru á N- og A-landi, en ann­ars bjartviðri. Hiti 7 til 16 stig, hlýj­ast syðst.

Á miðviku­dag og fimmtu­dag:
Lík­lega hægviðri, skýjað með köfl­um og milt veður, en skúr­ir á víð og dreif.

„Bú­ist er við þokka­legu ef ekki ágætis­veðri um helg­ina, frem­ur hæg­um vind­um, en skúr­um á víða og dreif og sums staðar síðdeg­is­demb­um. Hiti verður á bil­inu 10 til 16 stig að deg­in­um, en mun sval­ara að næt­ur­lagi, jafn vel næt­ur­frost á stöku stað. Sum­ar tölvu­spár gera ráð fyr­ir norðanátt á frí­degi versl­un­ar­manna með rign­ingu á Norður- og Aust­ur­landi, en spá­in ætti ekki að fæla neinn frá úti­vist né úti­leg­um í nátt­úru lands­ins, sem skart­ar sínu feg­ursta um þess­ar mund­ir. Til að spilla ekki gleðinni er þó viss­ara að hafa hlý og vatns­var­in föt meðferðis þegar haldið er á vit æv­in­týr­anna,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á vef Veður­stofu Íslands.

smari@bb.is

DEILA