Vanda með fyrirlestra á Ísafirði

Framundan  eru fjórir fræðslufyrirlestrar fyrir iðkendur, þjálfara, foreldra og stjórnarmenn aðildarfélaga HSV. Það er Vanda Sigurgeirsdóttir sem heimsækir Ísafjörð og ræðir um ýmsa þætti sem styrkir börn og unglinga í þeirra íþróttastarfi og miðlar til aðila sem að því starfi koma.

Vanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og leggur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. Hún starfar sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og er fyrrum landsliðskona í knattspyrnu. Hún hefur áratuga reynslu af að vinna með börnum og foreldrum. Forvarnir eineltis eru henni hjartans mál og hefur hún haldið fræðsluerindi fyrir börn og foreldra víða um land. Sérsvið hennar við Háskólann er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Þá hefur hún einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár.

Fyrirlestrarnir eru sérsniðnir fyrir hvern hóp, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 17:00 hefst fyrirlestur fyrir þjálfara og stjórnarmenn og fyrir foreldra kl. 20:00 en fimmtudaginn eru nemendum fæddum 2005 og fyrr velkomnir kl. 16:00 og kl. 18:00 eru það knattspyrnuþjálfarar stúlkna.

bryndis@bb.is

DEILA