Tófan er gæludýr í Arnarfirði

Mari vinnukona sér um að baða tófurnar.

Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var viðtal við Árna B. Erlingsson á Laugarbóli í Arnarfirði og Mari Kemppainen, finnska vinnukonu á bænum.

„Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli.

Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, – þeir einu sem fengu að lifa af sjö.

„Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni.

smari@bb.is

DEILA