Ókeypis námsgögn í Strandabyggð

Grunnskólinn á Hólmavík. Mynd: Jón Jónsson.

Strandabyggð hefur slegist í hóp sveitarfélaga þar sem námsgögn grunnskólanema eru ókeypis. Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku gerði sveitarstjórn eftirfarandi bókun fræðslunefndar að sinni: „Tvö síðustu ár hefur verið leitað eftir hagstæðum tilboðum í námsgögn og foreldrar borgað allt að 2500kr. á nemanda. Nú er svo komið að mörg sveitarfélög hafa boðið nemendum upp á námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið bjóði slíkt hið sama.“

smari@bb.is

DEILA