Ókeypis námsgögn í Bolungarvík

Bæjarstjórn Bolungarvíkur ákvað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 að nemendum í Bolungarvík verði útveguð öll námsgögn sem til þarf við skólagönguna. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að með ókeypis námsgögnum sé verið að koma í veg fyrir mismunun barna og styðja við að öll börn njóti jafnræðis í námi. Það sé stefna Bolungarvíkurkaupstaðar að gera sveitarfélagið að betri kosti fyrir fjölskyldur, búa vel að íbúum sínum og bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu sem hægt er.

bryndis@bb.is

DEILA