Náðu í hrakta ferðamenn í Lónafirði

Í gærkvöldi var björgunarskipið Gunnar Friðriksson kallað út vegna neyðarsendis sem hafði sent frá sér boð í Lónafirði. Gunnar ásamt hraðskreiðum björgunarbátum frá Bolungarvík og Hnífsdal var sendur á vettvang til að kanna þessi boð frekar, þegar komið var á staðinn fundust tveir franskir ferðamenn hraktir og kaldir eftir að hafa lent í sjó. Þeim var bjargað og hlúð var að þeim af áhöfn um borð í Gunnari sem hélt rakleiðis til Ísafjarðar. Ljóst er að mikilvægi neyðarsendisins sannaði sig í þessu atviki.

smari@bb.is

DEILA