Lagafrumvarp byggt á tillögum starfshópsins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

„Matið hef­ur verið gagn­rýnt af hálfu ým­issa, sveit­ar­stjórn­ar­manna og vís­inda­manna þar á meðal. Hafrann­sókna­stofn­un tek­ur það mjög al­var­lega og er að fara yfir sín gögn. Stofn­un­in und­ir­strik­ar það að þetta er lif­andi plagg og get­ur tekið breyt­ing­um, bæði í þá veru að auka fisk­eldi og minnka það,“ seg­ir Þor­gerður Katrín í sam­tali við blaðamann mbl.is og legg­ur áherslu á að stjórn­mála­menn fari eft­ir ráðlegg­ing­um vís­inda­manna og áréttar þær hafi reynst vel í fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Samkvæmt áhættumatinu verður ekkert fiskeldi í Ísafjarðardjúpi og starfshópur sjávarútvegsráðherra hefur beint því til ráðherrans að áhættumatið verði bundið í lög. Í samtali blaðamanns mbl.is við Þorgerði Katrínu kemur fram að næsta skref hjá henni er að undirbúa lagafrumvarp byggt á tillögum starfshópsins. Strax á fyrsta sólarhringnum eftir að tillögurnar komu fram er ljóst að ekki er einhugur meðal stjórnarliða um tillögurnar. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur sagt að hann geti ekki stutt þetta „lifandi plagg“ sem hættumatið er, enda sé það „andvanda fætt“, eins og hann kemst að orði á Facebooksíðu sinni.

smari@bb.is

DEILA