Kerecis á málþingi varnarmálaráðuneytisins

Ísfirska fyrirtækið Kerecis tekur nú þátt rannsóknarmálþingi varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna (MHSRS). Á ráðstefnunni kynnti fyrirtækið niðurstöður tveggja stórra rannsókna sem fjármagnaðar eru af bandaríska hernum. Fyrirtækið kynnti niðurstöður brunasárarannsóknar þar sem að þau prófa vöruna sína á brunasárum sem ná niður í hold. „Niðurstöðurnar voru afskaplega jákvæðar og færa okkur nær því að selja bandaríska hernum sáraroð til notkunar á átakasvæðum. Steve Jeffery ofursti og brunalæknir í breska hernum kynnti niðurstöðurnar,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kerecis kynnti einnig niðurstöður heilabastrannsóknar. Heilabast er þunnur vefur milli heila og höfuðkúpu.

Málþingið er samkomustaður herlækna og hjúkrunarfræðinga, vísindamanna varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, háskólafólks og einkageirans til að skiptast á upplýsingum um rannsóknir og þróun á heilbrigðislausnum fyrir hermenn.

smari@bb.is

DEILA