Hvalur í hverri ferð

Hnúfubakurinn hefur verið í liði með ferðaþjónustufyrirtækinu Amazing Westfjords í sumar og skemmt gestum í hverri einustu ferð. Ragnar Ágúst Kristinsson eigandi og stofnandi fyrirtækisins er mjög ánægður með þetta fyrsta sumar á Ölveri ÍS 38 og stefnir á að vera með norðurljósaferðir þegar fer að dimma fyrir alvöru.

„Við vorum með daglegar ferðir í júli og framan af í ágúst en nú er farið að síga á seinnihlutann og við söfnum saman í ferðir í ágúst og september† segir Ragnar og er spenntur fyrir framhaldinu og býst við góðum viðtökum næsta sumar.

Það eru tveir í áhöfn Ölvers og pláss fyrir allt að 34 farþega. Ferðirnar sem þeir hafa farið sumar eru þrjár til fjórar klukkustundir og gestir jafnt íslenskir sem erlendir.

Myndbandið sem fylgir fréttinni er tekið af Ragnari Hanssyni í einni af ferðum Ölvers í sumar. Tónlistin er eftir Billiantinus.

bryndis@bb.is

 

DEILA