Hafró mat ekki ekki ávinning af laxeldi

Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Mynd: Gunnar Kvaran.

For­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar seg­ir við gerð áhættumats stofn­un­ar­inn­ar vegna mögu­legr­ar erfðablönd­un­ar frá lax­eldi í sjókví­um á Vest­fjörðum og Aust­fjörðum hafi áhætt­an af erfðablönd­un verið skoðuð en ekki ávinn­ing­ur ná­lægra byggðalaga vegna at­vinnu­upp­bygg­ing­ar lax­eld­is. „Þetta bygg­ir á bestu fá­an­legu þekk­ingu en við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að við vit­um ekki hvernig þetta verður í raun og veru,“ seg­ir Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Hafró í samtali við blaðamann mbl.is.

Forráðamenn Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps hafa gagnrýnt vinnu stefnumótunarnefndar í fiskeldi harðlega og segja áhættumat Hafró vera hornstein í vinnu nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá bæjarstjórum sveitarfélaganna í gær segir að hagsmunir íbúa og sveitarfélaga við Djúp séu ekki metnir í vinnu nefndarinnar og saka nefndina um að standa að hrossakaupum fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa. Þeir fara fram á að tekið verði fullt tillit til efnahagslegra hagsmuna íbúa við Djúp í vinnu nefndarinnar, en Hafró hefur lagt til að banna laxeldi í Ísafjarðardjúpi til að vernda laxastofna í Hvannadalsá, Langadalsá og Laugardalsá.

„Hlut­verk okk­ar var að gera þetta mat og sjá hvar og hversu mikið væri hægt að ala af lax. Þetta er niðurstaðan núna með bestu upp­lýs­ing­um sem við höf­um, en við færðum þekk­ingu mest frá Nor­egi yfir til Íslands. Svo verður reynsl­an að segja hvernig þetta verður,“ seg­ir Sig­urður á vef Morgunblaðsins og bæt­ir við að niður­stöðurn­ar gefi til kynna að áhrif erfðablönd­un­ar sé mun staðbundn­ari en talið var áður en ráðist var í gerð áhættumats­ins.

DEILA