Glæsileg fjallahjólabraut

Áhugasamir og ofurhugaðir fjallareiðhjólakappar hafa í síðan í fyrrasumar unnið að gerð fjallahjólabrautar á hálsinum milli Dagverðardals og Tungudals. Að sögn Ólivers Hilmarssonar fjallahjólakappa voru fyrir pallar sem settir voru upp fyrir nokkrum árum en nú hefur fleirum verið bætt við og stígurinn stikaður. „Þetta er skemmtilegur 7 km stígur sem við erum smátt og smátt að endurbæta, þarna er hægt að setja upp fjallahjólakeppni og við stefnum á að gera það.“  Segir Óliver.

Á facebook síðu brautarinnar má sjá nokkur myndbönd sem virka ansi áhættusöm.

bryndis@bb.is

DEILA