Fiskeldið gjörbreytti stöðunni

Sjókvíar í Arnarfirði.

Friðbjörg Matthíasdóttir starfandi sveitarstjóri í Vesturbyggð og Indriði Indriðason sveitatstjóri á Tálknafirði segja fiskeldi hafa gjörbreytt atvinnulífi svæðisins. Íbúum sé aftur tekið að fjölga. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Friðbjörg segir atvinnulífið hafa breyst til batnaðar með tilkomu fiskeldis. Það hafi meðal annars vegið upp samdrátt í hefðbundinni fiskvinnslu. Hún segir að vegna fiskeldis hafi margt ungt fólk snúið aftur til Vestfjarða. „Fiskeldið skapar fjölbreytt störf á sjó og landi, meðal annars fyrir iðnmenntað fólk. Það skapar störf fyrir skrifstofufólk og fjölbreytt kvennastörf, sem einmitt skorti mikið. Það skapar líka mörg tækifæri í afleiddum störfum.“

Spurð um þróun atvinnuleysis á svæðinu segir Friðbjörg slíkar tölur ekki segja allt. „Fólkið bara fór,“ segir hún. „Nú er börnum að fjölga í grunnskólum og leikskólum.“

DEILA