Fimm prósenta hækkun frá áramótum

Meðal­rekstr­ar­kostnaður á hvern nem­anda í grunn­skól­um hef­ur hækkað um 4,9% frá ára­mót­um og um rúm 11% frá ár­inu 2015. Í til­kynn­ingu frá Hag­stof­unni er greint frá nýju mati á rekstr­ar­kostnaði á hvern grunn­skóla­nema.

Þar kem­ur fram að árið 2017 sé áætlaður meðal­rekstr­ar­kostnaður á hvern grunn­skóla­nema 1.839.965 krón­ur. Í janú­ar var hann met­inn 1.754.072 sem jafn­gild­ir 4,9% hækk­un frá ára­mót­um.

Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2015 var 1.651.002 krónur og nemur hækkunin því 11,4 prósentum á tveimur árum.

Útreikn­ing­ur er byggður á árs­reikn­ing­um sveit­ar­fé­laga fyr­ir liðið ár, að teknu til­liti til verðlags­breyt­inga til þess dags sem út­reikn­ing­ur er gerður. Verðlags­breyt­ing­ar taka mið af al­menn­um launa­hækk­un­um starfs­manna grunn­skóla og breyt­ing­um á vísi­tölu neyslu­verðs að teknu til­liti til væg­is hvors þátt­ar fyr­ir sig í rekstr­ar­kostnaði grunn­skól­anna.

smari@bb.is

DEILA