Blessuð rigningin

Hér á Vestfjörðum verður hæg vestlæg eða breytileg átt í dag og fer að þykkna upp með kvöldinu. Vaxandi sunnanátt á morgun, 5-13 undir kvöld og rigning. Hiti 8 til 15 stig.

Spáin fyrir landið allt er á svipuðum nótum, vaxandi suðaustanátt með morgninum vestanlands, 8-13 m/s seinnipartinn, og fer að rigna. Annars hægari vindur og þurrt að mestu. Sunnan og suðaustan 5-15 á morgun, hvassast suðvestantil, og víðast rigning, einkum á Suðausturlandi. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands.

bryndis@bb.is

DEILA