Biophilia vestur á firði

Frá árinu 2011 hafa kennarar og skólar í Reykjavík og síðar á Norðurlöndunum tekið þátt í að þróa og kenna verkefni sem byggt er á samnefndu listaverki Bjarkar Guðmundsdóttur. Markmiðið með Biophilia menntaverkefninu er að kenna börnum á skapandi hátt um tónlist og náttúruvísindi með aðstoð tækni og þverfaglegra kennsluhátta.

Mennta- og meningarmálaráðherra ákvað við lok norræna Biophiliu verkefnisins að kynna það markvisst fyrir skólum á landsbyggðinni með það að leiðarljósi að kennarar um allt land hafi sömu tækifæri til þess að tileinka sér þverfaglegar kennsluaðferðir Biophiliu og kollegar þeirra á Norðurlöndunum.

Námskeið fyrir kennara um aðferðafræði Biophiliu menntaverkefnisins og þær fjölbreyttu leiðir sem nýta má í skólastarfi var haldið á Ísafirði 15. ágúst síðastliðinn og að sögn Margrétar Halldórsdóttur sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs að kennarar hafi verið afar ánægðir með námskeiðið.

Nálgast má upplýsingar um verkefnið á heimasíðu þess.

bryndis@bb.is

DEILA