Árneshreppur og Þingeyri taka þátt í Brothættum byggðum

Þingeyri. Mynd: Mats Wibe Lund.

Árneshreppur á Ströndum, Þingeyri og Borgarfjörður eystri hafa fengið inngöngu í verkefni Byggðastofnunar Brothættar byggðir. Því er ætlað að leita lausna á bráðum vanda byggðarlaga vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífi.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar ákvörðun um að Þingeyri verði þátttakandi í verkefninu og leggur áherslu á að Flateyri verði jafnframt þátttakandi.

Blásið verður til íbúaþings á þessum þremur stöðum, verkefnastjórn sett á laggirnar og verkefnastjórar ráðnir. Fleiri byggðarlög hafi knúið á um að taka þátt í verkefninu.

Sjö önnur byggðarlög taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir: Bíldudalur, Breiðdalshreppur, Raufarhöfn, Skaftárhreppur, Grímsey, Hrísey og Öxarfjörður.

bryndis@bb.is

DEILA