99 prósenta öryggi laxastofna

Elías Jónatansson, orkubússtjóri.

Elías Jónatansson fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur ritar grein á bb.is í dag þar sem hann bendir á það mikla tækifæri í atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum sem fiskeldið sé. Elías bendir á að möguleg erfðablöndun væri staðbundin og í ám þar sem innan við 1% villtra laxa veiðist á Íslandi.

Stefnumótandi ákvörðun um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi hafi verið tekin árið 2004 og ef breyti eigi þeirri stefnu þurfi að koma til afar sterk rök.

Elías segir að viðbragðsáætlun og forvarnir séu lykilatriði og til dæmis er áhrifarík mótvægisaðgerð að rækta upp náttúrulega stofna í Laugardalsá og Langadalsá/Hvannadalsá því það dregur úr hættu á erfðabreytingum.

Vegna landfræðilegra aðstæðna er hér hægt að taka algjöra lágmarks áhættu til að ná ótrúlegum ávinningi.  Hér er því um einstakt tækifæri að ræða.

Elías segir niðurstaðan verða alltaf þá að áhættan sem tekin er með því að leyfa laxeldi í Ísafjarðardjúpi er algjörlega staðbundin og engin hætta á að hún berist út í lax um landið allt.

Lokaorð Elíasar eru

„Með því að taka ákvörðun núna um 30 þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi fær villti laxastofninn og náttúran að njóta 99% en íbúarnir 1% vafans.

Slík ákvörðun myndi leggja grunnin að mesta ævintýri sögunnar í uppbyggingu atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum.“

bryndis@bb.is

DEILA