Vinsælasta lesefnið

Vinsælast 2016. Mynd: Landskerfi.is

Nú er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða efni er vinsælast í íslenskum bókasöfnum á vef Landskerfis bókasafna. Á vefsíðunni Vinsælustu titlarnir er m.a. hægt að draga út tölur um vinsælustu bækurnar, vinsælustu tímaritin, hvaða kennslubók er eftirsóttust í framhaldsskólum landsins og hvað háskólaborgararnir taka að láni. Einnig er hægt að skoða hvað unga fólkið okkar er að lesa og hvort munur sé á lestarmynstri höfuðborgarbúa og Austfirðinga.

Til þess að nálgast þessar upplýsingar og fleiri er farið inn á vefsíðuna Vinsælustu titlarnir á vef Landskerfis bókasafna velja það sem áhugi er á að skoða.

Upplýsingarnar á þessari vefsíðu byggja á upplýsingum um útlán úr bókasafnskerfinu Gegni.

Landskerfi bókasafna rekur tölvukerfi á sviði bóka-, lista- og minjasafna. Kerfin eiga það sammerkt að hafa umsjón með safnkosti og miðlun efnis til notenda. Gegnir er rekstrarkerfi fyrir flest bókasöfn landsins.

bryndis@bb.is

DEILA