Toppliðið mætir á Torfnes

Frá leik Vestra fyrr í sumar.

Meistaraflokkur Vestra þarf að sýna allra bestu hliðar sínar á Torfnesvellinum í kvöld þegar liðið leikur við Magna frá Grenivík. Magni er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig en eftir þriggja leikja taphrinu er Vestri í sjöunda sæti með 13 stig. Ef Vestri ætlar að blanda sér í baráttuna um sæti í 1. deildinni á næsta ári þarf liðið að ná hagstæðum úrslitum í kvöld. Það má búast við góðri stemningu á vellinum enda einmunablíða á Ísafirði og ekki skemmir fyrir að 5. flokkur drengja ætlar að selja fiskisúpu í stúkunni.

Leikurinn hefst kl. 19.15.

DEILA