Þýsk-íslensk samvinna í Listaskóla Rögnvaldar

Síðustu daga hafa nemendur og kennarar frá Leo Kestenberg tónlistarskólanum í Berlín endurgoldið píanónemendum úr Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar heimsókn þeirra síðarnefndu til Berlínar í júní á síðasta ári. Nemendurnir hafa æft saman fjórhent á píanó verk eftir Mendelsohn og íslensk þjóðlög í útsetningu Vilbergs Viggóssonar.

Hægt verður að hlýða á afraksturinn í Edinborgarhúsinu í kvöld kl. 20. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.

DEILA