Suðlægar áttir

Væta af og til fram undir helgi.

Skúrir eða rigning verða víða um land í dag og á morgun. Á föstudag og laugardag er einnig búist við vætu eða skúrum en á sunnudag ætti að verða þurrt að mestu, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan spáir hægviðri og smáskúrum á Vestfjörðum í dag. Gengur í suðaustan og austan 5-10 m/s á morgun með dálítilli vætu af og til. Hiti 8 til 14 stig.

Suðlægar áttir verða áberandi á landinu næstu daga, og dálítil væta, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Um helgina ætti hins vegar að lægja og birta til í byrjun næstu viku.

DEILA