Smáskúrir

Sunnan 5-10 og smáskúrir en snýst í austan 8-15 með rigningu þegar líður á morgundaginn. Hiti 8 til 13 stig segir veðurstofan um veðrið á Vestfjörðum í dag.

Búist er við stormi við suðvesturströndina og á hálendinu upp úr hádegi með hvössum vindhviðum við fjöll, sem geta verið varasöm farartækjum sem taka á sig mikinn vind. Einnig verður talsverðri rigningu suðvestanlands og mikilli rigningu á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og í nótt með tilheyrandi vatnavöxtum í ám.

bryndis@bb.is

DEILA