Herdís Erna Matthíasdóttir bóndi á Miðjanesi í Reykhólasveit segir í samtali við bb.is að bændur í sveitinni séu að verða fyrir talsverðu tjóni því loksins þegar hægt var að slá fór að blása svo hressilega að slægjan liggur meira og minna í skurðum. Til að kóróna vandræðin bilaði dráttarvélin á Miðjanesi en Herdís á von á nýrri vél í dag. Hún segir að spáin segi að það muni lægja þegar líður á daginn og þá verður hægt að ná einhverju saman, af túnum og uppúr skurðum.

Bændur voru orðnir langeygir eftir þurrkinum hér á norðanverðum Vestfjörðum segir Helga Guðný Kristjánsdóttir stórbóndi á Botni í Súgandafirði. Hún segir að grasið sé að spretta úr sér og nú líti úr fyrir mikil hey en sennilega minni að gæðum. Bændur í Botni eru nú búin með allt heima fyrir og langt komin í Önundarfirði, svo er Skutulsfjörður og Álftafjörður eftir.

Helga er ekki bara snjallur hagyrðingur og bóndi heldur eru hún líka iðin með myndavélina og deilir gjarnan myndum sínum af bóndans daglega amstri á facebook. Hér að neðan er nokkrar sem hún hefur tekið við heyskapinn í sumar.

This slideshow requires JavaScript.

bryndis@bb.is

DEILA