Setti stórglæsilegt vallarmet

Litlueyrarvöllur á Bíldudal.

Chatchai Phothiya úr Golfklúbbi Ísafjarðar setti stórglæsilegt vallarmet á Litleyrarvelli á Bíldudal um sunnudaginn þegar Arnarlaxmótið fór fram. Chatchai lék á 62 höggum, eða átta höggum undir pari. Fyrra vallarmetið var 68 högg. Arnarlaxmótið er eitt af fjölmörgum mótum í Vestfirsku sjávarútvegsmótaröðinni. Um síðustu helgi fóru fram tvö mót í mótaröðinni og voru úrslit sem hér segir:

 

Oddamótið fór fram á Vesturbotnsvelli við Patreksfjörð laugardaginn 1. júlí.

Úrslit í höggleik án forgjafar í karlaflokki:

  1. sæti Chatchai Phothiya GÍ á 73 höggum
  2. sæti Janusz Pawel Duszak GÍ á 76 höggum
  3. sæti Ásgeir Óli Kristjánsson GÍ á 79 höggum

 

Úrslit í höggleik án forgjafar í kvennaflokki:

  1. sæti Bjarney Guðmundsdóttir GÍ á 97 höggum
  2. sæti Björg Sæmundsdóttir GP á 98 höggum
  3. sæti Sigrún Sigurðardóttir GÁ á 101 höggi

 

Arnarlaxmótið fór fram á Litlueyrarvelli við Bíldudal sunnudaginn 1. júlí.

Úrslit í höggleik án forgjafar:

  1. sæti Chatchai Phothiya GÍ á 62 höggum
  2. sæti Stefán Óli Magnússon GÍ á 73 höggum (hafði betur gegn Karli Inga í bráðabana)
  3. sæti Karl Ingi Vilbergsson GÍ á 73 höggum

 

Úrslit í höggleik án forgjafar í kvennaflokki

  1. sæti Björg Sæmundsdóttir GP á 79 höggum
  2. sæti Bjarney Guðmundsdóttir GÍ á  82 höggum
  3. sæti Lamduan Seejaem GBO á 84 höggum
DEILA