Laxeldi gæti numið 5% af landsframleiðslu

Velta lax­eld­is á Íslandi gæti numið um 1,1 millj­arði evra þegar fram í sæk­ir eða tæp­lega 129 millj­örðum króna, sam­kvæmt í nýrri grein­ing­ar­skýrslu frá nor­ræna fjár­fest­inga­bank­an­um Ber­in­ger Fin­ance þar sem rýnt er í horf­ur í ís­lensku lax­eldi.

Í frétta­skýr­ingu um þetta efni í Viðskiptamogg­an­um í dag seg­ir að enn sé þó langt í land. Reiknað er með að upp­sker­an í ár verði rúm­lega tíu þúsund tonn, sem koma frá Arn­ar­laxi, en miðað við fyrr­nefnda spá er reiknað með að ís­lenskt lax­eldi muni fram­leiða rúm­lega 167 þúsund tonn. Gangi spá­in eft­ir myndi Ísland skipa fimmta sætið þegar kem­ur að um­svifa­mestu þjóðum í heimi í lax­eldi.

Í Morgunblaðinu segir að ef spá­in ræt­ist myndi lax­eldi leggja til 5% af lands­fram­leiðslu hér á landi. Til sam­an­b­urðar var hlut­deild sjáv­ar­út­vegs rúm­lega 8% af lands­fram­leiðslu árið 2015. Markaðshlut­deild Íslands í lax­eldi á heimsvísu yrði um 5-6%. Eldið gæti mögu­lega skapað um sex þúsund störf á lands­byggðinni en til sam­an­b­urðar störfuðu tæp­lega níu þúsund manns í sjáv­ar­út­vegi í apríl.

DEILA