Húsamiðjunni lokað á miðjum degi

Viðgerð á tveimur ljósleiðurum sem fór í sundur við Krossholt á Barðaströnd lauk á níunda tímanum í gærkvöldi en slitið á strengnum olli truflunum á símkerfum og netsambandi. Netsamband var um varaleið á meðan og stóð að lokum þokkalega undir álaginu.

Að sögn upplýsingafulltrúa Mílu var farið strax af stað með viðgerðarteymi en tíma taki að komast á staðinn og verkefnið tímafrekt, verkinu lauk kl. 20:30 og samband komið á. Annar strengurinn var í eigum Mílu, hinn Vodafone en viðgerðarteymi Mílu gerði við báða strengina.

Athygli vekur að engar tilkynningar eða fréttir um hnökra á netsambandi eru á heimasíðum Vodafone eða Mílu, sem var þó svo alvarlegt að Húsasmiðjan lokaði verslun sinni um miðjan dag. Frétt um málið er á heimasíðu Snerpu, ef vel er gáð.

bryndis@bb.is

DEILA