Hreinsa fjörur Tálknafjarðar

Á ruv.is er í morgun fjallað um hreinstunarátak í Tálknafirði en plastagnir frá rekstri seiðaeldisstöðvar Artic Fish í botni fjarðarins virðast hafa dreifst um fjörðinn og skolast svo á land. Haft er eftir Sigurður Péturssyni framkvæmdastjóra Arctic Fish að agnirnar séu notaðar í lífhreinsa stöðvarinnar en ekki hafi verið gert ráð fyrir að hið vestfirska veður gæti hrifsað þær og  dreift um svæðið. Sigurður segir að búið sé að breyta vinnulagi til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Að sögn Sigurðar hefur atvikið verið tilkynnt til Umhverfisstofnunar. Fyrirhuguð hreinsun er í samstarfi við Umhverfisstofnun og unglingavinnu Tálknafjarðarhrepps.

bryndis@bb.is

 

DEILA