Hagnaður Jakobs Valgeirs 1,2 milljarðar

Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf.

Hagnaður Jakobs Valgeirs ehf. í Bolungarvík nam 1,2 milljörðum króna í fyrra og jókst um 44 prósent á milli ára. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 9,5 prósent á milli ára og voru 3,1 milljarður króna, samanborið við 2,8 milljarða árið 2015. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.

Framlegð minnkaði um rúmar 140 milljónir á milli ára og nam um 717,2 milljónum króna. Þá var hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta 1,47 milljarðar króna borið saman við 1,01 milljarðs króna hagnað árið 2015. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir fyrirtækisins 9,11 milljörðum króna í lok síðasta árs og jukust þær um 200 milljónir á milli ára. Var eiginfjárhlutfallið 22 prósent um áramótin.

Hluthafar í fyrirtækinu voru ellefu talsins í lok árs 2016, líkt og í upphafi árs, en stærstu hluthafar eru F84 ehf. með 43,5 prósenta hlut og Flosi V. Jakobsson með 35,97 prósenta hlut.

DEILA