Auður Björnsdóttir hundaþjálfari mælir nú götur Ísafjarðarbæjar með Góa sér við hlið en Gói hefur verið í þjálfun hjá Auði í þrjá mánuði og verður afhentur eiganda sínum í ágúst. Góa er ætlað að aðstoða barn sem þjáist af flogaveiki þannig að hann lætur vita þegar flog er yfirvofandi. Þetta er fjórði hundurinn sem Auður hefur þjálfað í þessum tilgangi en þjálfunin felst í að strax að loknu flogakasti fer eigandinn í ákveðinn leik við hundinn. Þannig lærir hundurinn samhengið í flogum og leiknum og fer að biðja um leikinn þegar hann skynjar að flog er yfirvofandi. Hvernig og hvers vegna hundar skynja flogin segir Auður að sé ekki vitað, líklegast er að það sé lykt af efnaboðunum fyrir flog og þá lykt finni hundurinn. Auður segist fylgja hundinum eftir með barninu um tíma og kenna fjölskyldunni að umgangast hundinn.

Auður Björnsdóttir hundaþjálfari og Gói

Auður hefur um árabil þjálfað hjálparhunda af ýmsu tagi, blindrahundurinn Skuggi sem Auður þjálfaði og afhenti í fyrra þjónar nú eiganda sínum af mikilli trúmennsku, eins hefur hún þjálfað hunda til að aðstoða fatlaða.

bryndis@bb.is

DEILA