Ekkert breyst !!

29. tbl. 1997

Kjaradómur hækkar laun æðstu embættismanna þjóðarinnar um 8,5% segir í 20 ára gömlu Bæjarins besta sem nú er aðgengilegt á vef bb.is. Þetta er frétt sem gæti verið skrifuð í dag nema hvað núna eru prósenturnar talsvert hærri. Það var helst í fréttum í 29. tölublaði Bæjarins besta árið 1997 að ákvörðun hafði verið tekin um að sameina Þorbjörn hf í Grindavík og Bakka hf. Í Bolungarvík og þótti rétt að taka fram að skip Bakka hf voru máluð í litum Bakka hf. Í leiðara blaðsins kemur fram að eigendur Bakka munu eiga 29% af sameinuðu félagi og að höfuðstöðvar nýs félags verði í Grindavík.

Naglinn ehf var fengin til að stækka flugstöðvarbygginguna og Einar Snorri ráðinn markaðsráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Og veiðin var dauf í ám við Ísafjarðardjúp, aðeins 50 laxar komnir á land og þetta var fyrir „veiða/sleppa“ hugmyndafræðina. Sæluhelgin var á sínum stað með 101 „krakka“ í Mansakeppninni.

Hálfsíða af fasteignaauglýsingum og á Seljalandsveg 48 eru settar tæpar 13 milljónir. Einar K. er með aðsenda grein og Gula bókin fattar ekki að búið er að sameina sex sveitarfélög á  norðarverðum Vestfjörðum.

Viðtalið er við sýslumanninn Ólaf Helga Kjartansson og Snerpa býður Fritz samnetskort á aðeins 12.900 kr.

Gilsfjarðarbrú er í byggingu og skemmtiferðarskipið Queen Elizabeth II hafði klukkustundar viðdvöl í Ísafjarðardjúpi. En erfiðlega gengur að manna kennarastöður á Vestfjörðum og er það næstum það eina sem hefur breyst í fréttum þessi tuttugu ár.

Hér má nálgast 29. Tölublað Bæjarins besta árið 1997 en búið er að setja öll blöð sem til eru í tölvutæku formi inn á vefinn.

bryndis@bb.is

DEILA