1. júlí er dagur íslenska fjárhundsins

Þema dagsins þetta ár er nútímahlutverk íslenska fjárhundsins. Enn gegnir íslenski fjárhundurinn sínu hlutverki sem sveitahundur en hann hefur sannarlega fengið verkefni í viðbót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum dagsins og þar eru verkefni nútíma hundsins talin upp.

Íslenski fjárhundurinn er Rauða kross-hundur sem fer í heimsóknir á hjúkrunarheimili, hann er einnig lestrarhundur og hlustar á börn lesa fyrir sig – bæði í grunnskóla þar sem sömu börnin lesa fyrir hundinn í margar vikur sem og á Borgarbókasafninu í Grófinni. Eins er íslenski fjárhundurinn stoð og stytta margra aldraðra sem öðlast betri heilsu með því að ganga úti með sinn góða vin. En fyrst og fremst er íslenski fjárhundurinn einstakur félagi og hluti af sinni fjölskyldu.

Íslenski fjárhundurinn er heiðraður með dagskrá víða um land og á Ísafirði munu fulltrúar þessa merka hundakyns og eigendur að hittast við Ísafjarðarkirkju kl. 14:00 og ganga niður á torg.

Bryndis@bb.is

DEILA