Byggja brýr milli Íslands og Spán­ar

Hópurinn við Kerið.

Á morgun mun 18 manna spænskur hópur koma til Bolungarvíkur eftir að hafa farið hringinn í kringum landið á sérstökum mótorhjólum. Tilgangur ferðarinnar er að byggja brýr milli ólíkra menningarheima og minnast Spánarvíganna. Sérstakur áfangastaður ferðarinnar er Bolungarvík, en þar mun hópurinn afhenda bæjarfulltrúum platta sem festur verður á stein við vitann í Óshlíð. Ahendingin verður kl. 11 og að henni lokinni verður farið rakleiðis í Einarshús þar sem hópurinn býður uppá smakk af spænskum mat og tónlist.

Þessi leiðangur hefur fengið töluverða athygli, bæði á Spáni og hér á landi. Forsprakki hópsins, Hugo Scagnetti, er vel þekktur í heimalandi sínu, en hann er yfirmaður nýsköpunar hjá spænska fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Telefónica.

DEILA