Hin árlega Bryggjuhátíð á Drangsnesi er haldin á laugardaginn og hefst með dorgveiði í Kokkálsvík. Dagskráin er með hefðbundnu sniði með sjávarréttasmakki, markaði, kórsöng, tertuhlaðborði, hestaleigu, hæfileikakeppni, afhjúpun listaverks, kvöldskemmtun, varðeldi og brekkusöng. Hæst ber þó væntanlega vináttulandsleikur í fótbolta milli Drangsnes og Hólmavíkur en tíðindamaður bb.is hefur fregnað að gríðarlegur spenningur sé fyrir leiknum.

bryndis@bb.is

DEILA