Bruni í spennistöð

Spennistöð OV við Ögurnes. Mynd: Smári Karlsson

Í gærkvöldi kom upp eldur í spennistöð Orkubús Vestfjarða við Ögurnes og fór rafmagn af í Djúpinu. Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúinu var rafmagn fljótlega komið á í Svansvík og við Mjóafjörð en enn er rafmagnslaust í Laugardal, Vigur, Hvítanesi og Litlabæ. Viðgerð stendur yfir en gera má ráð fyrir að rafmagn verði ekki komið á aftur fyrr en um miðjan dag í dag.

Upptök brunans liggja ekki fyrir og eru í rannsókn.

bryndis@bb.is

DEILA