Ef elta á veðrið í útilegu þessa helgina er rétt að skella sér suður. Fyrir landið í heild segir veðurfréttamaðurinn vedur.is „Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og með austurströndinni. Skýjað og væta á köflum norðan- og austanlands, annars yfirleitt bjartviðri en líkur á þokulofti með suðurströndinni, einkum að næturlagi. Heldur kólnandi, hiti 13 til 18 stig víða sunnan- og vestanlands en 6 til 12 stig norðan- og austanlands.

Á Vestfjörðum verður norðaustan 8-13 m/s og léttskýjað að mestu. Hiti 11 – 18 stig.

bryndis@bb.is

DEILA