Benni Sig er Drullusokkur !

Nú er dagskráin á Mýrarboltanum farin að taka á sig mynd og ljóst að Helgi Björns og hljómsveit hans SSSól, Ögurballsbandið og Emmsjé Gauti muni sjá um að tónlistina og fjörið á dansleikjum helgarinnar. Mótið hefur nú verið flutt til Bolungarvíkur þar sem hinn óþreytandi stuðbolti Benni Sig stendur í stafni og ber þar með hinn eftirsótta titil „Drullusokkur Mýrarboltans 2017“.

Mótið verður haldið á þremur völlum sem eru við tjaldstæðið í Bolungarvík sem svo heppilega vill til að er í nálægð við sundlaugina, það verða því hæg heimatökin fyrir þreytta og mishreina iðkendur að skola af sér.

Mýrarboltinn er haldinn um Verslunarmannahelgina og er skráning hafin en nánari upplýsingar um mótið má fá á facebooksíðu þess.

Hér eru nokkrar myndir frá fyrri mótum.

DEILA