Barokk í öndvegi í Edinborg

Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og Sergio Coto Blanco lútuleikari leika tónlist frá endurreisnar- og snemmbarokktímanum á tónleikum í Edinborgarhúsinu á laugardagskvvöld. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Girolamo Frescobaldi, Claudio Monteverdi, Bellerofonte Castaldi, Giovanni Girolamo Kapsberger og Joan Ambrosio Dalza og tónlist af þessu tagi býður upp á endalausa túlkunarmöguleika Leikið er á endurgerðir af gömlum hljóðfærum.
Tónleikarnir verða í Bryggjusal og hefjast kl. 20.

DEILA