11 ára veiðimaður setti í stórþorsk

Strák­ur­inn var al­sæll með risaþorskinn. Ljós­mynd/​Ró­bert Schmidt

„Fyrsti fisk­ur­inn sem strák­ur­inn set­ur í var þessi svaka þorsk­ur,“ seg­ir leiðsögumaður­inn Ró­bert Schimdt í sam­tali við mbl.is. 11 ára aust­ur­rísk­ur ferðamaður veiddi í gær 20 kílóa þorsk þegar hann og faðir hans fóru í veiði með Ró­berti úti fyr­ir Suður­eyri. Róbert, sem er þaulvanur leiðsögumaður í sjóstangaveiði, hefur aldrei heyrt heyrt um að jafn­ung­ur krakki veiði jafn­stór­an fisk en fisk­ur­inn var 134 sentí­metr­ar, ekki nema 16 sentí­metr­um minni en veiðimaður­inn.

„Hann réði ekki neitt við neitt strák­greyið. Ég hjálpaði hon­um að landa fiskn­um en hann var rosa­lega glaður og er held ég enn þá bros­andi,“ seg­ir Ró­bert í samtali við blaðamann mbl.is.

DEILA