Vill að Airbnb rukki gistináttaskatt

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að íslensk stjórn­völd séu komin í sam­band við hús­næðis­út­leigu­síð­una Air­bnb og von­ast sé til að hægt verði að gera samn­ing við fyr­ir­tæk­ið. „Við von­umst til þess að þau geti séð um að inn­heimta fyrir okkur ákveðin gjöld um leið og fólk pant­ar, til dæmis gistin­átta­skatt. Þá myndum við fá upp­lýs­ingar um hverjir það eru sem eru í þess­ari starf­semi. Og skatt­arnir myndu skila sér. Það skiptir mjög miklu máli. Og þá verður sam­keppnin heldur ekki ójöfn,“ segir Benedikt í samtali við Kjarnann.

Ný lög um heimagistingu tóku gildi um áramót. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Frá því að lög­in tóku gildi hafa hins vegar sára­fáir sótt um rekstr­ar­leyfi, og fyrir liggur að ein­ungis brota­brot þeirra sem stunda útleigu í gegnum síður eins og Air­bnb hafa skráð sig.

DEILA